Búast má við suðvestanátt í dag, strekking norðvestanlands en annars hægari vind. Víða verður léttskýjað en skýjað með köflum vestnalands. Hiti verður á bilinu 6 til 13 stig, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu.
Þá er spáð vaxandi suðvestanátt á morgun, hvassviðri eða stormi seint um daginn og rigningu á vestanverðu landinu. Úrkomulítið og hlýtt verður austanlands.