Leggja af kirkjuheimsóknir vegna andstöðu

Davíð Þór Jónsson er sóknarprestur í Laugarneskirkju.
Davíð Þór Jónsson er sóknarprestur í Laugarneskirkju. Samsett mynd

Heim­sókn frá grunn­skóla­börn­um í Laug­ar­daln­um, í Laug­ar­nes­kirkju verður afþökkuð á kom­andi aðventu vegna þeirr­ar and­stöðu og sundr­ungu sem heim­sókn­irn­ar hafa skapað. 

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá kirkj­unni sem Davíð Þór Jóns­son sókn­ar­prest­ur skrif­ar und­ir í kvöld. 

Þar seg­ir að heim­sókn­irn­ar hafi verið hluti af aðventu­haldi í ár­araðir, skipu­lagðar af frum­kvæði grunn­skóla og dag­skrá­in skipu­lögð á veg­um skól­ans. 

„Á seinni árum hef­ur tekið að gæta and­stöðu við þess­ar heim­sókn­ir meðal sumra for­eldra og hafa börn verið tek­in út úr hópn­um á meðan skóla­systkin þeirra hafa komið í heim­sókn til okk­ar.

Okk­ur í Laug­ar­nes­kirkju hef­ur sárnað ei­lítið þessi tor­tryggni for­eldra í garð þess­ara heim­sókna, enda ein­ung­is um að ræða vett­vangs­ferð í sam­fé­lags­fræðslu,“ seg­ir í færsl­unni. 

Þá seg­ir að andstaðan hafi valdið ágrein­ingi og kirkj­an vilji hvorki taka þátt hon­um né valda því að hluti barna séu úti­lokuð frá hluta skóla­starfs­ins. 

„Við vilj­um að um okk­ar góða starf ríki sátt og friður. Því höf­um við tekið þá ákvörðun að afþakka heim­sókn­ir skóla­barna á veg­um skól­ans á aðvent­unni sem er í vænd­um. Okk­ur er óljúft að taka þessa ákvörðun, en til að kirkj­an geti sinnt starfi sínu í næði vilj­um við forðast að um hluta þess standi styr sem þessi – jafn­vel þótt hann sé að okk­ar mati ástæðulaus og óþarf­ur.“

Til­kynn­ing­una má lesa í heild sinni hér að neðan: 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert