Leggja af kirkjuheimsóknir vegna andstöðu

Davíð Þór Jónsson er sóknarprestur í Laugarneskirkju.
Davíð Þór Jónsson er sóknarprestur í Laugarneskirkju. Samsett mynd

Heimsókn frá grunnskólabörnum í Laugardalnum, í Laugarneskirkju verður afþökkuð á komandi aðventu vegna þeirrar andstöðu og sundrungu sem heimsóknirnar hafa skapað. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá kirkjunni sem Davíð Þór Jónsson sóknarprestur skrifar undir í kvöld. 

Þar segir að heimsóknirnar hafi verið hluti af aðventuhaldi í áraraðir, skipulagðar af frumkvæði grunnskóla og dagskráin skipulögð á vegum skólans. 

„Á seinni árum hefur tekið að gæta andstöðu við þessar heimsóknir meðal sumra foreldra og hafa börn verið tekin út úr hópnum á meðan skólasystkin þeirra hafa komið í heimsókn til okkar.

Okkur í Laugarneskirkju hefur sárnað eilítið þessi tortryggni foreldra í garð þessara heimsókna, enda einungis um að ræða vettvangsferð í samfélagsfræðslu,“ segir í færslunni. 

Þá segir að andstaðan hafi valdið ágreiningi og kirkjan vilji hvorki taka þátt honum né valda því að hluti barna séu útilokuð frá hluta skólastarfsins. 

„Við viljum að um okkar góða starf ríki sátt og friður. Því höfum við tekið þá ákvörðun að afþakka heimsóknir skólabarna á vegum skólans á aðventunni sem er í vændum. Okkur er óljúft að taka þessa ákvörðun, en til að kirkjan geti sinnt starfi sínu í næði viljum við forðast að um hluta þess standi styr sem þessi – jafnvel þótt hann sé að okkar mati ástæðulaus og óþarfur.“

Tilkynninguna má lesa í heild sinni hér að neðan: 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka