Málið tengist skotárás fyrr á árinu

Annar mannanna sem handtekinn var í gær vegna gruns um …
Annar mannanna sem handtekinn var í gær vegna gruns um skipulagningu á hryðjuverkaárás er talinn hafa framleitt þrívíddarprentaða byssu sem notuð var í skotárás í miðbæ Reykjavík fyrr á árinu þar sem maður var skotinn í brjóstið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ann­ar mann­anna sem hand­tek­inn var í gær vegna gruns um skipu­lagn­ingu á hryðju­verk­um hér á landi var einnig hand­tek­inn fyr­ir tíu dög­um síðan vegna gruns um að fram­leiða vopn.

Sami maður­inn er tal­inn hafa fram­leitt þrívídd­ar­prentaða byssu sem notuð var í skotárás í miðbæ Reykja­vík fyrr á ár­inu þar sem maður var skot­inn í brjóstið. 

Þetta herma heim­ild­ir frétta­stofu Rúv.

Þar seg­ir einnig að maður­inn hafi verið lát­inn sæta ein­angr­un í eina viku en var lát­inn laus 20. sept­em­ber, ein­um degi áður en hann var aft­ur hand­tek­inn vegna gruns um skipu­lagn­ingu hryðju­verka. 

„Fram­hald af öðru máli“

Sig­ríður Björk Guðjóns­dótt­ir, rík­is­lög­reglu­stjóri, sagði í sam­tali við Rúv að málið væri fram­hald af öðru máli sem tengd­ist fram­leiðslu á vopn­um.

Menn­irn­ir sem hand­tekn­ir voru í fyrra­dag í tengsl­um við skipu­lagn­ingu á hryðju­verka­árás, bæði í iðnaðar­hús­næði í Mos­fells­bæ og í Holta­smára í Kópa­vogi, höfðu í fór­um sín­um íhluti í vopn prentaða með þrívídd­ar­prent­ara.

Sig­ríður Björk sagði einnig að verið væri að skoða öll gögn í mál­inu meðal ann­ars tæki, síma, og tölv­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert