Orðið fyrir óþægindum vegna nafnbirtinga

Aðili sem ber sama nafn og sakborningur í málinu hefur …
Aðili sem ber sama nafn og sakborningur í málinu hefur orðið fyrir óþægindum vegna nafnbirtinga fjölmiðla. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aðili ótengdur hryðjuverkamáli, sem lögreglan upplýsti um í fyrradag, hefur orðið fyrir verulegum óþægindum þar sem hann ber sama nafn og sakborningur í málinu.

Varð það meðal annars vegna myndbirtingar og umfjöllunar fjölmiðla um rannsókn á málinu. Einn einstaklinganna er sitja í gæsluvarðhaldi, hefur verið nafngreindur á einum fjölmiðli í dag.

„Sýnum aðgát í nærveru sálar“

Gunnar Hörður Garðarsson, upplýsingafulltrúi Ríkislögreglustjóra, biðlar til fólks að sýna aðgát og varfærni þar sem umfjöllun um sakborninga er annars vegar, að því er segir í tilkynningu frá embættinu.

„Sýnum aðgát í nærveru sálar, jafnt á samfélagsmiðlum sem annars staðar,“ segir í niðurlagi tilkynningarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert