Ræddu um að fremja fjöldamorð

Tveir sæta gæsluvarðhaldi eftir umfangsmiklar aðgerðir sérsveitarinnar.
Tveir sæta gæsluvarðhaldi eftir umfangsmiklar aðgerðir sérsveitarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tveir mann­anna, sem hand­tekn­ir voru í um­fangs­mikl­um aðgerðum lög­reglu í fyrra­dag, ræddu um að fremja fjölda­morð á árs­hátíð lög­reglu­manna.

Þetta herma heim­ild­ir frétta­stofu RÚV.

Áður hafði Morg­un­blaðið greint frá, sam­kvæmt heim­ild­um, að menn­irn­ir sem voru hand­tekn­ir hafi sýnt árs­hátíðinni, sem á að halda í næstu viku, sér­stak­an áhuga. 

Menn­irn­ir tveir sæta nú gæslu­v­arðahaldi en fjór­ir voru hand­tekn­ir af sér­sveit­inni.

Þá hafi fund­ist bæði síma- og tölvu­gögn þar sem þeir hafi notað orðalagið „fjölda­morð“ og meðal ann­ars nefnt í því sam­hengi lög­regl­una og Alþingi.

Frétta­stofa RÚV hef­ur einnig upp­lýs­ing­ar um að ann­ar mann­anna sem sæt­ir nú gæslu­v­arðhaldi hafi verið lát­inn laus, eft­ir viku gæslu­v­arðhald, degi áður en hann var hand­tek­inn að nýju. Ástæða gæslu­v­arðhalds­ins mun hafa verið grun­ur um brot á vopna­lög­um fyrr á ár­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka