„Í rekstri sem þessum er mikilvægt að hafa góða yfirsýn og ætla sér ekki um of. Hafa hlutina á hreinu, en fiskeldi þarf að koma sterkt inn í myndina þegar rætt er um matvælaöryggi á Íslandi,“ segir Sveinn Viðarsson, bleikjuframleiðandi á Þverá á Barðaströnd í Vesturbyggð, í Morgunblaðinu í dag.
„Fá matvara er jafn holl og rík að næringarefnum og fiskurinn. Hér ölum við bleikju við vistvænar aðstæður og án þess að nota nein auka- eða eiturefni. Samt höfum við alveg sloppið við allar sýkingar í fiskinum hér, jafnvel þótt slíkt sé algengt í eldi hér á Íslandi,“ segur Sveinn.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.