Viðbúnaður var í Mosfellsbæ á öðrum tímanum í dag þar sem sérsveit ríkislögreglustjóra aðstoðaði lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í aðgerðum.
Ríkisútvarpið greinir frá og segir málið ekki tengjast rannsókn ríkislögreglustjóra á skipulagningu hryðjuverka sem greint var frá í gær.
Uppfært klukkan 15:40
Staðfest er að enginn var handtekinn í aðgerðunum.
„Það er í raun ekkert um það að segja. Við fengum vísbendingu sem við fórum eftir sem reyndist ekki vera neitt til að eltast við meira,“ segir Elín Agnes Kristínardóttir, stöðvarstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.