Sérsveitin aðstoðaði í Mosfellsbæ

Málið er ekki talið tengjast rannsókn ríkislögreglustjóra á skipulagningu hryðjuverka …
Málið er ekki talið tengjast rannsókn ríkislögreglustjóra á skipulagningu hryðjuverka sem greint var frá í gær. Myndin er úr safni. mbl.is/​Hari

Viðbúnaður var í Mos­fells­bæ á öðrum tím­an­um í dag þar sem sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra aðstoðaði lög­regl­una á höfuðborg­ar­svæðinu í aðgerðum.

Rík­is­út­varpið grein­ir frá og seg­ir málið ekki tengj­ast rann­sókn rík­is­lög­reglu­stjóra á skipu­lagn­ingu hryðju­verka sem greint var frá í gær.

Upp­fært klukk­an 15:40

Staðfest er að eng­inn var hand­tek­inn í aðgerðunum.

„Það er í raun ekk­ert um það að segja. Við feng­um vís­bend­ingu sem við fór­um eft­ir sem reynd­ist ekki vera neitt til að elt­ast við meira,“ seg­ir Elín Agnes Krist­ín­ar­dótt­ir, stöðvar­stjóri hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, í sam­tali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka