Sungu og dönsuðu um borg og bý

Mikið fjör var hjá þriðja árs nemum í dag.
Mikið fjör var hjá þriðja árs nemum í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Árlegi peysu­fata­dag­ur Kvenna­skól­ans í Reykja­vík var hald­inn í 101. sinn í morg­un. Nem­end­ur á þriðja ári klæddu sig upp á þjóðleg­an máta og dönsuðu og sungu um borg og bý. 

Reyn­ir Jónas­son harmonikku­leik­ari spilaði fyr­ir hóp­inn, en þess má geta að hann verður níræður á mánu­dag­inn.

Það mun hafa verið venja á dög­um Þóru Mel­steð, sem stofnaði Kvenna­skól­ann ásamt eig­in­manni sín­um árið 1874, að stúlk­urn­ar sem stunduðu nám við hann gengu í ís­lensk­um bún­ingi í skól­ann. Með tím­an­um breytt­ist það og þegar kom fram um 1920 gengu aðeins sum­ar stúlk­ur um í slík­um bún­ingi í skól­an­um.

Vorið 1921 ákváðu svo nem­end­ur skól­ans að koma á peysu­föt­um til skól­ans til hátíðabrigða og gera sér dagamun á eft­ir. Þetta var fyrsti peysu­fata­dag­ur­inn og hef­ur hann jafn­an verið end­ur­tek­inn einu sinni á vetri síðan með vax­andi viðhöfn.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka