Þarf yfirvegaða umræðu um öryggisgæslu á Alþingi

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag.
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jón Gunn­ars­son dóms­málaráðherra seg­ir í sam­tali við mbl.is að eng­ar sér­stak­ar ákv­arðanir hafi verið tekn­ar um frek­ari vopna­b­urð lög­reglu eða ör­ygg­is­gæslu á Alþingi eða á öðrum stofn­un­um en „það verður farið yfir öll þessi mál í fram­haldi af þessu [hryðju­verka­ógn­inni í gær].“

„Við þurf­um að taka það til yf­ir­vegaðar umræðu og átta okk­ur á þess­um veru­leika sem er að ein­hverju leyti nýr fyr­ir okk­ur og bregðast við því með viðeig­andi hætti,“ seg­ir Jón.

Áskor­an­ir í „nýj­um veru­leika“ eru meðal ann­ars þær sem snúa að þrívídd­ar­prentuðum íhlut­um í vopn og inn­flutn­ingi á pört­um af vopn­um. 

Dr. Paolo Gargiu­lo, pró­fess­or í heil­brigðis­verk­fræði við Há­skól­ann í Reykja­vík, sagði í sam­tali við mbl.is í gær að jafn auðvelt væri að prenta byss­ur með þrívídd­ar­prent­ara og að setja upp iP­ho­ne. 

Er ein­hver raun­hæf leið til þess að fylgj­ast með þrívídd­ar­prentuðum íhlut­um í vopn eða inn­flutta hluti í vopn sem eru kannski ekki ein­ir og sér ólög­leg­ir?

„Það er aug­ljóst að þetta flæk­ir mjög alla mögu­leika á eft­ir­liti, það blas­ir við. Það er eitt­hvað sem þarf að skoða og sjá til hvaða ráðstaf­ana við get­um gripið. Við erum ekki ey­land í þessu sam­hengi, þessi ógn steðjar að öll­um okk­ar sam­starfs- og ná­granna­lönd­um,“ seg­ir Jón.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert