Töldu árás yfirvofandi

Blaðamannafundur ríkislögreglustjóra vegna handtöku á fjórum mönnum í gær.
Blaðamannafundur ríkislögreglustjóra vegna handtöku á fjórum mönnum í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skipu­lagðar árás­ir mann­anna, sem sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra hand­tók í um­fangs­mikl­um aðgerðum á miðviku­dag, voru tald­ar yf­ir­vof­andi á næstu dög­um. Þetta herma heim­ild­ir Morg­un­blaðsins.

Lög­regl­an mun hafa sett vörð um Alþing­is­húsið svo lítið bar á, en einnig er rætt um að menn­irn­ir hafi sýnt árs­hátíð lög­reglu­manna, sem halda á í næstu viku, sér­stak­an áhuga.

Menn­irn­ir, fjór­ir ís­lensk­ir karl­menn á þrítugs­aldri ,voru hand­tekn­ir í Holta­smára í Kópa­vogi og á iðnaðarsvæði í Mos­fells­bæ. Þeir eru grunaðir um und­ir­bún­ing hryðju­verka, ólög­leg­an inn­flutn­ing og fram­leiðslu skot­vopna, íhluta í skot­vopn og skot­færa. Tveir mann­anna, báðir 28 ára að aldri, voru úr­sk­urðaðir í gæslu­v­arðhald.

Voðaverki af­stýrt og breytt­ur veru­leiki

„Ég held að það sé mik­il­vægt að við hlust­um á lög­regl­una, og erum þakk­lát fyr­ir það að það hér hafi tek­ist að af­stýra ein­hverju voðaverki. En um leið þurf­um við auðvitað að gera okk­ur grein fyr­ir þess­um breytta veru­leika sem við búum við,“ seg­ir Jón Gunn­ars­son dóms­málaráðherra.

„Það kom fram að þeir teldu sam­fé­lagið ör­uggt, og við þurf­um bara að hlusta á það sem þeir sögðu. Þeim tókst að eiga við þetta og leysa þetta. Við skul­um hlusta á lög­regl­una, og treysta því að hér get­um við áfram verið ró­leg. En þetta er vissu­lega mjög al­var­leg aðvör­un og við henni verður brugðist af full­um þunga.“

Sorg­ar­dag­ur og áhyggj­ur lög­reglu

Fjöln­ir Sæ­munds­son, formaður Lands­sam­bands lög­reglu­manna, seg­ir þó nokkra úr röðum lög­reglu hafi lýst áhyggj­um vegna þeirr­ar hryðju­verka­ógn­ar sem tókst að af­stýra.

„Þetta er sorg­ar­dag­ur, finnst mér. Að það sé kom­in upp hryðju­verka­ógn á Íslandi. Menn hafi ætlað sér að beita vopn­um gegn al­menn­um borg­ur­um, lög­reglu eða stofn­un­um rík­is­ins. Ég verð að segja að ég var bara frek­ar sleg­inn yfir þessu.“

Iðnaðar­menn sem hafa verið að störf­um nærri þeim hluta iðnaðar­hús­næðis þar sem menn­irn­ir voru hand­tekn­ir af lög­reglu í Mos­fells­bæ segj­ast ekki hafa orðið var­ir við neina glæp­a­starf­semi eða skugga­lega hátt­semi.

Um er að ræða iðnaðar­hús­næði sem stend­ur við göt­una Bugðufljót. Menn­irn­ir segja að viðbúnaður lög­reglu á svæðinu á miðviku­dag hafi verið gíf­ur­leg­ur. Menn sem starfa í bíla­verk­stæði á móti segj­ast held­ur aldrei hafa orðið var­ir við neitt ann­ar­legt á svæðinu.

Allt að fimm­tíu lög­reglu­menn komu að aðgerðum í mál­inu á ein­hverj­um tíma­punkti. Ekki er talið úti­lokað að fleiri ein­stak­ling­ar séu viðriðnir málið.

Varðar allt að ævi­löngu fang­elsi

Í fyrstu máls­grein 100. gr. a. al­mennra hegn­ing­ar­laga seg­ir að fyr­ir hryðju­verk skuli refsa með allt að ævi­löngu fang­elsi hverj­um sem frem­ur eitt eða fleiri af eft­ir­töld­um brot­um í þeim til­gangi að valda al­menn­ingi veru­leg­um ótta eða þvinga með ólög­mæt­um hætti ís­lensk eða er­lend stjórn­völd eða alþjóðastofn­un til að gera eitt­hvað eða láta eitt­hvað ógert eða í því skyni að veikja eða skaða stjórn­skip­un eða stjórn­mála­leg­ar, efna­hags­leg­ar eða þjóðfé­lags­leg­ar und­ir­stöður rík­is eða alþjóðastofn­un­ar.

Þau brot sem upp eru tal­in í fyrstu máls­grein eru meðal ann­ars mann­dráp, lík­ams­árás, frels­is­svipt­ing, flugrán, brenna, rösk­un á um­ferðarör­yggi, eða að ein­stak­ling­ur trufli rekst­ur al­mennra sam­göngu­tækja eða valdi stór­felld­um eigna­spjöll­um, og þessi brot séu fram­in á þann hátt að manns­líf­um sé stefnt í hættu eða valdi miklu fjár­hags­legu tjóni.

Seg­ir í ann­arri máls­grein 100. gr. a. að sömu refs­ingu skuli sá sæta sem í sama til­gangi hót­ar að fremja of­an­greind brot.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert