Anna Þóra Kristinsdóttir, sálfræðingur og ráðgjafi á Stígamótum, kynnti niðurstöður rannsóknar á tölfræðigögnum Stígamóta frá 2013-2021, á málþingi um vændi í gær. Auk þess kynnti lögreglan nýjar tölur um meðferð vændiskaupamála.
Á tímabilinu sem var til skoðunar leituðu 3.118 brotaþolar kynferðisofbeldis til Stígamóta í fyrsta skipti. Af þeim voru 4,2% brotaþolar vændis eða 132 einstaklingar.
Í rannsókn þessari kom í ljós að 60,7% brotaþola vændis hafa gert tilraun til sjálfsvígs og eru miklu líklegri en brotaþolar annars kynferðisofbeldis til þess að hafa gert sjálfsvígstilraunir eða hugleitt sjálfsvíg. Þá eru þeir mun líklegri til þess að kljást við sjálfsskaða og átröskun.
Nánari umfjöllun má nálgast í Morgunblaðinu í dag.