Búa sig undir óveður í ríflega 20 stiga hita

Frá blíðviðrisdegi á Seyðisfirði.
Frá blíðviðrisdegi á Seyðisfirði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er frem­ur sér­stök staða, það er búið að vera mjög hlýtt á Aust­ur­landi í dag en svo erum við að búa okk­ur und­ir mjög slæmt veður á morg­un,“ seg­ir Kristján Ólaf­ur Guðna­son yf­ir­lög­regluþjónn á Aust­ur­landi,  spurður út í stöðuna vega veður­breyt­ing­anna framund­an. 

Rétt fyr­ir klukk­an níu í kvöld fór hiti á Eskif­irði upp í 22,7 gráður. Á Dala­tanga fór hiti upp fyr­ir 24 gráður klukk­an átta, og á sama tíma var blanka­logn á Nes­kaupsstað ásamt því að hiti sló 21,7 gráðu. 

Hættu­stigi hef­ur verið lýst yfir á Aust­ur­landi fyr­ir morg­undag­inn og mun al­manna­varn­ar­nefnd Aust­ur­lands koma sam­an í fyrra­málið til þess að fara yfir stöðuna. 

Kristján seg­ir alla í viðbragðsstöðu og lagt hafi verið kapp á að tryggja upp­lýs­ingaflæði svo fólk sé meðvitað um kom­andi lægð.

Fólk hef­ur verið hvatt til þess að ganga frá lausa­mun­um á borð við úti­hús­gögn og trampólín, en kveðju­stund­in í kvöld hef­ur verið ljúfsár fyr­ir marga sem nutu kvöld­kyrrðar­inn­ar sam­kvæmt frá­sögn­um að aust­an.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert