Halda blaðamannafund snemma í vikunni

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Til stend­ur að halda blaðamanna­fund snemma í vik­unni og upp­lýsa um eins mikið og hægt er varðandi rann­sókn á ætlaðri skipu­lagn­ingu hryðju­verka í Reykja­vík. 

Þetta seg­ir Sig­ríður Björk Guðjóns­dótt­ir rík­is­lög­reglu­stjóri í sam­tali við mbl.is. Hún seg­ir að boðað verði til blaðamanna­fund­ar­ins eins fljótt og auðið er. 

Hún seg­ir að gengið verði eins langt í upp­lýs­inga­gjöf og mögu­legt sé og að jafn­vel verði hægt að sýna mynd­ir frá vett­vangi „til þess að sýna hvað við erum að fást við“. 

Rann­sókn­in geng­ur vel

Enn frem­ur seg­ir Sig­ríður Björk að rann­sókn máls­ins gangi vel. Nú standi yfir vinna við að ganga frá laus­um end­um, búa til tíma­lín­ur og fara yfir tæki og tól, ekki síst sam­skipta­tæki. 

„Það sem er frá­bært við þetta, og ég er þakk­lát fyr­ir, er að hér eru þrjú embætti að vinna rann­sókn­ina mjög þétt,“ seg­ir Sig­ríður en rann­sókn­in er á for­ræði rík­is­lög­reglu­stjóra. 

„Rann­sókn­in gegn­ur vel, það er verið að elta all­ar vís­bend­ing­ar og það er unnið sleitu­laust.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert