Hófsamari orðræða hér

Lögreglan handtók fjóra karlmenn í vikunni, grunaða um að leggja …
Lögreglan handtók fjóra karlmenn í vikunni, grunaða um að leggja á ráðin um hryðjuverk. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands, segir ekki skrýtið að þjóðin sé slegin yfir fregnum vikunnar.

Hann segir að Ísland skeri sig talsvert úr þegar kemur að öfgafullri orðræðu kenndri við nýnasisma. „Við Íslendingar höfum hingað til ekki haft mikið af öfgahópum, hvorki til hægri né vinstri, og slíkir hópar eiga mjög litlar rætur á Íslandi.

Við sjáum þetta víða á Norðurlöndum og í öðrum löndum Evrópu, þar sem eru skipulagðir hópar sem hafa meira að segja náð langt í pólitík.“

Hann segir að vissulega séu alltaf einhverjar raddir en þær séu samt hófsamari heldur en í löndum þar sem skipulagðir öfgahópar hafa náð að festa sig í sessi.

Ítarlegra viðtal við Helga má nálgast í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert