Húsnæði Hagaskóla fór ekki í samþykktarferli

Kennsla fjölda bekkja í Hagaskóla fer fram í Ármúla 30 …
Kennsla fjölda bekkja í Hagaskóla fer fram í Ármúla 30 þar sem Borgun var áður til húsa. mbl.is/Árni Sæberg

Hús­næði í Ármúla sem notað er und­ir kennslu nem­enda Haga­skóla fór ekki í samþykkt­ar­ferli hjá bygg­inga­full­trúa og var þess vegna ekki yf­ir­farið af slökkviliðinu áður en kennsla hófst þar.

Vegna þess hef­ur hús­ráðend­um nú verið gef­inn frest­ur til 12. októ­ber til þess að bæta úr þeim van­könt­um sem þegar eru til staðar á bruna­vörn­um. RÚV greindi fyrst frá í frétta­skýr­ingaþætt­in­um Kveik á fimmtu­dag.

Hefði verið yf­ir­farið fyr­ir­fram

Birg­ir Finns­son, starf­andi slökkviliðsstjóri, seg­ir að þetta frá­vik frá al­mennt viður­kenndu verklagi sé upp­haf þess vanda sem standi hús­ráðend­um fyr­ir hönd­um, en slökkviliðið hef­ur hótað því að loka húsæðinu ef nauðsyn­leg­ar úr­bæt­ur verði ekki gerðar.

Úttekt slökkviliðsins fór fram í kjöl­far ábend­ing­ar en ef breyt­ing­in á notk­un hefði farið í samþykkt­ar­ferli hjá bygg­inga­full­trúa hefði slökkviliðið farið í reglu­bundið eft­ir­lit áður en kennsla hófst í hús­næðinu en ekki efti­rá eins og raun­in var.

Loka þurfti stórum hluta Hagaskóla vegna myglu en áætlanir gera …
Loka þurfti stór­um hluta Haga­skóla vegna myglu en áætlan­ir gera ráð fyr­ir því að öll kennsla fær­ist í vest­ur­bæ­inn eft­ir ára­mót. Ljós­mynd/​Reykja­vík­ur­borg

 Raun­hæft að gera nauðsyn­leg­ar úr­bæt­ur 

Hús­næðið er að sögn Birg­is upp­haf­lega hannað sem skrif­stofu­hús­næði sem síðan er breytt í skóla­hús­næði sem geri það að verk­um að það sé fært upp um flokk í bygg­ing­a­reglu­gerð. 

Birg­ir seg­ist þó hafa fulla trú á því að hinar til­greindu úr­bæt­ur verði gerðar inn­an tíma­frests­ins, enda sé stór hluti þeirra auðfram­kvæm­an­leg­ur og ein­hver þeirra skil­yrða sem sett voru fram teng­ist áætlana­gerð.

Birg­ir seg­ir hús­næðið langt frá því að vera ónýtt þó sumt megi bet­ur fara. Hann seg­ir suma hluta upp­færsl­una hafa verið vel heppnaða og stand­ist full­kom­lega all­ar ör­yggis­kröf­ur, þó nokkr­ir van­kant­ar séu á.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert