Lögregla krafðist lengra varðhalds

Karl Steinar Valsson, yf­ir­lög­regluþjónn alþjóðasviðs rík­is­lög­reglu­stjóra, og Grímur Grímsson, yf­ir­lög­regluþjónn …
Karl Steinar Valsson, yf­ir­lög­regluþjónn alþjóðasviðs rík­is­lög­reglu­stjóra, og Grímur Grímsson, yf­ir­lög­regluþjónn miðlægr­ar rann­sókn­ar­deild­ar lög­reglu, á blaðamannafundi mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lög­regla fór fram á að báðir þeir sem nú sæta varðhaldi vegna rann­sókn­ar á skipu­lagn­ingu hryðju­verka­árás­ar yrðu úr­sk­urðaðir í tveggja vikna gæslu­v­arðhald. Héraðsdóm­ur féllst ekki á þá beiðni í til­felli ann­ars þeirra sem mun að óbreyttu losna í næstu viku. 

Karl Stein­ar Vals­son, yf­ir­lög­regluþjónn alþjóðasviðs rík­is­lög­reglu­stjóra, staðfest­ir þetta í sam­tali við mbl.is en seg­ir enga ákvörðun hafa verið tekna um fram­leng­ingu þess varðhalds sem var­ir skem­ur.

Styttra varðhald kall­ar á skjót vinnu­brögð

Karl seg­ist ekki geta tjáð efn­is­lega sig um fram­gang rann­sókn­ar­inn­ar:

„Ég get bara staðfest að vinn­an er á fullu, en okk­ur varð út­hlutaður knapp­ur tími í þess­um fyrstu skref­um“. 

Tjá­ir sig ekki um nöfn sem hafa verið birt

Í gær birtu til­tekn­ir fjöl­miðlar nöfn karl­manna sem eru tald­ir eru tengj­ast mál­inu. Karl seg­ist ekki geta tjáð sig um nöfn­in sem þar hafi komið fram þar sem lög­regla nafn­greini eng­an fyrr en ákær­ur séu gefn­ar út.

Hann seg­ir málið vera á al­gjöru frum­stigi og því geti lög­regla ekki gefið nein­ar frek­ari upp­lýs­ing­ar að svo stöddu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert