Margrét kemst ekki til Úkraínu vegna brottvísunar

Margrét Friðriksdóttir kemst ekki til hernuminna svæða í Úkraínu.
Margrét Friðriksdóttir kemst ekki til hernuminna svæða í Úkraínu. Ljósmynd/Aðsend

Mar­grét Friðriks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, mun ekki ferðsat með Ernu Ýr Öldu­dótt­ur og öðrum sem þáðu boð í ferð til her­num­inna svæða í Úkraínu að fylgj­ast með fyr­ir­huguðum at­kvæðagreiðslum. 

Mar­grét seg­ist í sam­tali við mbl.is hafa misst af tengiflug­inu til Rúss­lands vegna þess að henni var vísað úr vél Icelanda­ir í gær.

Ætlar sér að sækja bæt­ur

Tjón Mar­grét­ar er gríðarlegt að henn­ar sögn en hún var búin að fjár­festa í dýr­um búnaði til kvik­mynda­gerðar, en hún hugðist gera heim­ild­ar­mynd ytra. Á meðal þess sem hún hafði keypt var Canon-mynda­vél og lins­ur.

Mar­grét seg­ist vera kom­inn með lög­mann í málið óg næsta skref sé að sækja þær bet­ur sem hún tel­ur sig eiga heimt­ingu á. 

Tvenn­um sög­um fer af því hvers vegna Mar­grét var rek­in út. Mar­grét seg­ist hafa sett upp grímu eft­ir þrálát­ar beiðnir flugþjóna en hún neitaði að láta hand­far­ang­ur­stösk­una sína af hendi þar sem flugþjón­ar vildu setja hana niður í far­ang­urs­geymslu.

Í tösk­unni var búnaður­inn sem Mar­grét ætlaði að nota til þess að festa ferðina á filmu og því var Mar­grét tor­trygg­in um að task­an yrði ekki meðhöndluð nægi­lega gæti­lega ef hún færi í far­ang­urs­geymslu vél­ar­inn­ar.

Þykir lítið til svara Icelanda­ir koma

Mar­grét seg­ir í sam­tali við mbl.is að hana gruni að flugþjón­arn­ir hafi haft eitt­hvað per­sónu­legt á móti sér, fyrst vegna grím­unn­ar, sem hún kall­ar fas­ista-regl­ur sem hún ef­ast um að séu lög­mæt­ar, og síðan varðandi tösk­una, sem hún er hand­viss um að hafi passað í hand­far­ang­urs­hólf flug­vél­ar­inn­ar. 

Margrét gefur þjónustu Icelandair algjöra falleinkun.
Mar­grét gef­ur þjón­ustu Icelanda­ir al­gjöra fall­eink­un. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Mar­gréti gef­ur lítið fyr­ir svör Icelanda­ir í mál­inu en í viðtali við Vísi í dag sagði Guðni Sig­urðsson, starfsmaður á sam­skipta­sviði Icelanda­ir, að það sé mats­kennt hvenær gripið sé til þess ráðs að vísa farþegum úr flug­vél­um. 

„Er þetta þá bara eitt­hvað happ­drætti hvenær maður fær að kom­ast um borð í vél Icelanda­ir,“ spyr Mar­grét og vill meina að um vöru­svik sé að ræða þar sem hún hafi sann­ar­lega keypt flug­miða.

Þrátt fyr­ir að geta ekki farið með í ferðina, sem flest­um fjöl­miðlum Íslands var boðið með í, ætl­ar Mar­grét að fylgj­ast vel með at­kvæðagreiðsl­un­um í Úkraínu. At­kvæðagreiðslurn­ar hafa sætt harðri gagn­rýni í vest­ur­lönd­um og eru sagðar vera til­raun Rússa til þess að ljá inn­rás þeirra lög­mæti. 

Kjósandi heldur uppi kjörseðli í atkvæðagreiðslunni sem hófst í dag.
Kjós­andi held­ur uppi kjör­seðli í at­kvæðagreiðslunni sem hófst í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert