Óvissustig og hættustig vegna veðurs á morgun

Fólk er hvatt til að huga vel að lausamunum.
Fólk er hvatt til að huga vel að lausamunum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Óvissu­stigi vegna veðurs hef­ur verið lýst yfir á Norður­landi vestra, Norður­landi eystra og á Aust­ur­landi, fyr­ir morg­undag­inn, sunnu­dag­inn 24. sept­em­ber. Hættu­stig tek­ur gildi á Suður­landi. 

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá rík­is­lög­reglu­stjóra, en ákvörðun var tek­in í sam­ráði við lög­reglu­stjóra í hverju um­dæmi fyr­ir sig.

Fólk sem hug­ar að ferðalög­um er hvatt til að fylgj­ast vel með veður­spám, en hálka get­ur verið á heiðum. 

Íbúar eru hvatt­ur til að huga vel að lausa­mun­um eins og trampólín­um, garðhús­gögn­um og fleira. 

Þá eru verk­tak­ar beðnir að huga að fram­kvæmda­svæðum, girðing­um, krön­um og öðrum lausa­mun­um og tryggja að allt sé vel fest. 

Upp­fært kl. 18.08: Rík­is­lög­reglu­stjóri í sam­ráði við lög­reglu­stjór­ann á Aust­ur­landi lýsa yfir hættu­stigi Al­manna­varna vegna veðurs,  á morg­un sunnu­dag­inn 25. sept­em­ber. Áður hafði óvissu­stigi verið lýst yfir. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert