Ráðist á 17 ára pilt við Norðlingaskóla

Árásarmaðurinn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði.
Árásarmaðurinn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ráðist var á 17 ára pilt í nótt við Norðlingaskóla í Norðlingaholti í nótt, en lögregla fékk tilkynningu um líkamsárásinu rétt rúmlega eitt.

Pilturinn hlaut áverka á höfði og var fluttur á bráðamóttökuna til aðhlynningar og hringt var í móður hans.

Árásarmaðurinn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði og einnig hópur unglinga sem voru vettvangi.

Samkvæmt til upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var Barnavernd tilkynnt um málið

Ökumaður og vegfarandi slógust

Þá fékk lögregla tilkynningu um slagsmál tveggja manna á gatnamótum í hverfi 105 um hálfsjöleytið í gærkvöldi. Þar var um að ræða ökumann bíls og vegfaranda sem gengið hafði í veg fyrir bílinn.

Ökumaður fór út bílnum til að ræða við manninn og endaði það samtal með slagsmálum. Ökumaðurinn sótti sér prik sem hann var með í bílnum og ógnaði vegfarandanum með því.

Ökumaðurinn fékk sár augabrún og var gert að því á bráðamóttöku. Þá var tekin skýrsla af báðum mönnunum.

Um eittleytið fékk lögregla tilkynningu um líkamsárás í miðbænum, en þar hafði maður slegið síma úr hendi annars manns. Þegar hann ætlaði að ná í símann var hann sleginn í andlitið.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hlaut maðurinn minniháttar áverka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert