Veðurstofa Íslands hefur gefið út rauða viðvörun vegna norðvestan roks og ofsaveðurs á Austfjörðum.
Einhverskonar verðarviðvörun er í gildi í hverjum einasta landshluta.
Í veðurathugun Austfjarða á vefsíðu Veðurstofu segir að um norðvestan rok eða storm sé að ræða 25-33 m/s með vindhviðum yfir 45 m/s, hvassast sunnan til. Miklar líkur eru sagðar vera á foktjóni og grjótfoki og fólk er hvatt til þess að tryggja lausamuni.
Þá er tekið fram að ekkert ferðaveður sé á meðan viðvörunin er í gildi.