Sálfræðingur sagður starfa án starfsleyfis

Jón Sigurður Karlsson er klínískur sálfræðingur að mennt en hefur …
Jón Sigurður Karlsson er klínískur sálfræðingur að mennt en hefur ekki lengur tilskilið starfsleyfi.

Embætti land­lækn­is hef­ur fengið ábend­ing­ar um karl­mann sem sinn­ir störf­um sál­fræðings án þess að hafa til þess starfs­leyfi. Þá hafa ein­stak­ling­ar greitt hon­um fyr­ir ADHD grein­ing­ar, sem séu hvergi tekn­ar gild­ar. 

Þetta kem­ur fram í frétt Vís­is, en sál­fræðing­ur­inn sem um ræðir heit­ir Jón Sig­urður Karls­son. Hef­ur hann starfað sem klín­ísk­ur sál­fræðing­ur í fjölda ára, en í dag er nafn hans ekki leng­ur að finna í starfs­leyf­a­skrá embætt­is­ins. 

Til marks um erfiða stöðu ADHD sjúk­linga

Formaður ADHD sam­tak­anna, Vil­hjálm­ur Hjálm­ars­son, seg­ir að sam­tök­un­um hafi borist til­kynn­ing­ar um að grein­ing­ar frá sál­fræðingn­um stand­ist ekki. Skjól­stæðing­ar hans séu því ekki með grein­ingu, enda sé ekki farið eft­ir klín­ísk­um aðferðum sem tíðkast nú á dög­um. 

Hann tel­ur þetta birt­ing­ar­mynd erfiðrar stöðu ADHD sjúk­linga og skorts á geðlækn­um. 

Sál­fræðing­ar geta greint skjól­stæðinga sína með ADHD, en ein­ung­is geðlækn­ar geta tekið ákvörðun um lyfjameðferð viðkom­andi. 

Sam­kvæmt heim­ild­um Vís­is hef­ur Jón boðið skjól­stæðing­um sín­um að hitta er­lenda geðlækna, sem hafa getað skrifað upp á lyf sem hægt er að leysa út í viðkom­andi landi.  Þá hafi Jón sjálf­ur ferðast til þess að sækja lyf fyr­ir skjól­stæðinga sína. 

Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna.
Vil­hjálm­ur Hjálm­ars­son, formaður ADHD sam­tak­anna. Ljós­mynd/​Aðsend

Teng­ir skjól­stæðinga við geðlækna er­lend­is

Jón seg­ist tengja skjól­stæðinga við geðlækna er­lend­is vegna lækna­skorts hér á landi og tel­ur að það feli ekki í sér brot á ís­lensk­um lög­um.

Þá seg­ist hann jafn­framt sinna mál­efn­um skjól­stæðinga sinna sem markþjálfi í dag, en ekki sem sál­fræðing­ur og fram­kvæmi því ekki grein­ing­ar. 

Lög­regla hef­ur ekki viljað tjá sig um það hvort málið sé á þeirra borði. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert