Einn þeirra grunuðu í máli sem varðar skipulagningu hryðjuverkaárásar sætti afskiptum af hendi sérsveitar í æsku og hefur það atvik verið til umræðu í yfirheyrslum yfir manninum. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar.
Atvikið átti sér stað árið 2009 og var umfjöllunarefni í fjölmiðlum á þeim tíma.
Í frétt mbl.is af málinu segir að lögregla hafi verið með mikinn viðbúnað og lokað hluta götunnar. Drengurinn hafi verið króaður af og afvopnaður.
Varðstjóri lögreglunnar hafi þá sagt að engir eftirmálar yrðu á málinu. Leikfangið hafi ekki þess eðlis, t.d. svo nákvæm eftirmynd af raunverulegu vopni, að ekki mætti vera með það á götum úti.