Spurður út í atvik úr æsku í yfirheyrslunni

Mennirnir eru grunaðir um framleiðslu vopna og skipulagningu árásar á …
Mennirnir eru grunaðir um framleiðslu vopna og skipulagningu árásar á árshátíð lögreglumanna sem á að fara fram í næstu viku. mbl.is/​Hari

Einn þeirra grunuðu í máli sem varðar skipu­lagn­ingu hryðju­verka­árás­ar sætti af­skipt­um af hendi sér­sveit­ar í æsku og hef­ur það at­vik verið til umræðu í yf­ir­heyrsl­um yfir mann­in­um. Þetta kom fram í há­deg­is­frétt­um Bylgj­unn­ar.

At­vikið átti sér stað árið 2009 og var um­fjöll­un­ar­efni í fjöl­miðlum á þeim tíma. 

Þótti ekki til­efni til frek­ari rann­sókn­ar

Í frétt mbl.is af mál­inu seg­ir að lög­regla hafi verið með mik­inn viðbúnað og lokað hluta göt­unn­ar. Dreng­ur­inn hafi verið króaður af og af­vopnaður. 

Varðstjóri lög­regl­unn­ar hafi þá sagt að eng­ir eft­ir­mál­ar yrðu á mál­inu. Leik­fangið hafi ekki þess eðlis, t.d. svo ná­kvæm eft­ir­mynd af raun­veru­legu vopni, að ekki mætti vera með það á göt­um úti. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert