Landhelgisgæsla Íslands varar við mikilli ölduhæð norður og norðaustur af landinu samhliða mjög hvössum vindi fyrir norðan á morgun og mánudag.
Ásamt mikilli ölduhæð má búast við miklu brimi við ströndina á norðausturhorninu
„Nú er stækkandi straumur og þar sem gera má ráð fyrir talsverðum áhlaðanda við norður- og norðausturströndina gæti sjávarstaða þar orðið hærri en að öllu jöfnu. Landhelgisgæslan hvetur til að hugað verði að bátum í höfnum og hvatt er til aðgæslu við ströndina þar sem sjór gæti gengið á land,“ segir í færslu Landhelgisgæslunnar á facebook.