Vara við mikilli ölduhæð og miklu brimi

Ölduhæð verður mikil fyrir norðan og norðaustan.
Ölduhæð verður mikil fyrir norðan og norðaustan. Mynd/Landhelgisgæslan

Land­helg­is­gæsla Íslands var­ar við mik­illi öldu­hæð norður og norðaust­ur af land­inu sam­hliða mjög hvöss­um vindi fyr­ir norðan á morg­un og mánu­dag. 

Ásamt mik­illi öldu­hæð má bú­ast við miklu brimi við strönd­ina á norðaust­ur­horn­inu 

„Nú er stækk­andi straum­ur og þar sem gera má ráð fyr­ir tals­verðum áhlaðanda við norður- og norðaust­ur­strönd­ina gæti sjáv­ar­staða þar orðið hærri en að öllu jöfnu. Land­helg­is­gæsl­an hvet­ur til að hugað verði að bát­um í höfn­um og hvatt er til aðgæslu við strönd­ina þar sem sjór gæti gengið á land,“ seg­ir í færslu Land­helg­is­gæsl­unn­ar á face­book.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert