Viðvaranir orðnar appelsínugular

Ekkert ferðaveður er á morgun.
Ekkert ferðaveður er á morgun. Ljósmynd/Veðurstofa Íslands.

Veður­stof­an hef­ur upp­fært veðurviðvar­an­ir fyr­ir morg­undag­inn úr gul­um í app­el­sínu­gul­ar. Þær taka gildi klukk­an níu á Norður­landi eystra og og Suðaust­ur­landi og klukk­an tíu á Aust­ur­landi og Aust­fjörðum. Viðvar­an­ir verði í gildi fram yfir miðnætti.

Gert er ráð fyr­ir norðvest­an stormi eða roki, 20-28 m/​s með slyddu og snjó­komu og vind­hviðum yfir 40 m/​s.

Ítrekað er að það er ekk­ert ferðaveður á þess­um svæðum og fólk er hvatt til að tryggja lausa­muni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka