Allt að tíu metrar af þakplötum fuku af byggingum

Slökkviðið fór í fjögur útköll vegna veðurs en björgunarsveitir sáu …
Slökkviðið fór í fjögur útköll vegna veðurs en björgunarsveitir sáu um lungann af útköllum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu fór í fjög­ur út­köll í nótt vegna veðurs, en varðstjóri hjá slökkviliðinu seg­ir í sam­tali við mbl.is að björg­un­ar­sveit­irn­ar hafi séð um lung­ann af út­köll­un­um sem voru í öll­um hverf­um höfuðborg­ar­inn­ar.

Flest voru út­köll­in vegna fjúk­andi hluta; girðinga, trampólína, aug­lýs­inga­skilta, felli­hýsa og þakplatna. Þá þurfti að huga að bygg­ing­ar­svæðum.

Að sögn varðstjóra fóru allt að tíu metr­ar af þak­plöt­um af einni bygg­ingu og því um tölu­vert eigna­tjón að ræða. Ekki hafa verið til­kynnt slys á fólki vegna veðurs.

Varðstjóri seg­ir veðrið sem slíkt ekki hafa verið neitt sér­stak­lega slæmt, hins veg­ar hafi vind­átt­in verið önn­ur en við eig­um að venj­ast, sem hafi valdið því að ýms­ir hlut­ir fóru af stað þótt veðrið hafi ekki verið verra en raun bar vitni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert