Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu á Austurlandi

Frá Neskaupsstað þar sem björgunarsveitin Gerpir er til húsa.
Frá Neskaupsstað þar sem björgunarsveitin Gerpir er til húsa. mbl.is/Golli

Sveinn Hall­dór Odds­son Zoëga, formaður svæðis­stjórn­ar björg­un­ar­sveita á Aust­ur­landi, seg­ir nótt­ina hafa verið ró­lega hjá björg­un­ar­sveit­um á Aust­ur­landi en ger­ir ráð fyr­ir tölu­verðri fjölg­un út­kalla í dag. 

Tvö út­köll hafa borist vegna foks á Aust­ur­landi það sem af er morgni en gert er ráð fyr­ir að mesta óveðrið skelli á um há­degi. 

Það versta vænt­an­legt á há­degi

„Við erum bara eins til­bú­in og við get­um verið,“ seg­ir Sveinn í sam­tali við mbl.is en hann ger­ir ráð fyr­ir mun fleiri út­köll­um eft­ir því sem líður á dag­inn.

Sveinn seg­ist ekki hafa séð marga á ferli það sem af er degi.

„Það virðist ekki vera, við fór­um einn hring um bæ­inn og fólk var að huga að rusla­tunn­un­um sín­um eins og geng­ur. En ég held að það séu ekki marg­ir á ferli á milli bæja, ég að minnsta kosti ekki,“ seg­ir Sveinn og bend­ir á að gert sé ráð fyr­ir kóln­andi veðri síðdeg­is. 

Sveinn seg­ist ekki hafa orðið var við marga ferðamenn þótt hann hafi frétt af nokkr­um hús­bíl­um á tjald­stæði Nes­kaupstaðar. Þeir hafi þó verið farn­ir þegar hann kom á vett­vang.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert