Dyravörður kýldi mann ítrekað í höfuðið

Ekki er vitað um áverka þess sem dyravörðurinn er grunaður …
Ekki er vitað um áverka þess sem dyravörðurinn er grunaður um að hafa ráðist á. mbl.is/Árni Sæberg

Um klukk­an hálft­vö í nótt fékk lög­regla til­kynn­ingu um lík­ams­árás á veit­ingastað í miðbæn­um þar sem dyra­vörður var grunaður um að hafa kýlt mann ít­rekað í höfuðið. Ekki er vitað um áverka þess sem hann kýldi, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá lög­reglu.

Þá var maður hand­tek­inn í hverfi 108 rétt fyr­ir klukk­an hálf­níu í gær­kvöldi, grunaður um lík­ams­árás, akst­ur und­ir áhrif­um fíkni­efna og svipt­ur öku­rétt­ind­um. Maður­inn var vistaður í fanga­geymslu lög­reglu vegna rann­sókn­ar máls­ins. Ekki er vitað um áverka fórn­ar­lambs­ins.

Maður var einnig hand­tek­inn í Hafnar­f­irði um hálf­átta í gær­kvöldi, grunaður um lík­ams­árás.  Maður­inn var vistaður í fanga­geymslu lög­reglu vegna rann­sókn­ar máls­ins. Ekki er vitað um áverka fórn­ar­lambs­ins.

Rétt eft­ir klukk­an eitt í nótt var til­kynnt um raf­skútu­slys í miðbæn­um. Maður hafði fallið af raf­skútu og rot­ast. Í til­kynn­ingu til lög­reglu var maður­inn sagður meðvit­und­ar­laus og með blæðingu frá höfði. Hann var flutt­ur af vett­vangi með sjúkra­bíl. Maður­inn er grunaður um að hafa reynt að stjórna raf­skút­unni und­ir áhrif­um áfeng­is.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert