Hátt í 200 útköll

Björgunarsveitir hafa haft í nóga að snúast seinasta sólarhringinn.
Björgunarsveitir hafa haft í nóga að snúast seinasta sólarhringinn. Ljósmynd/Isavia

Mikið óveður hefur verið í dag um allt land og hefur dagurinn einkennst af miklum vindi og mikilli ölduhæð á Norður- og Austurlandi. Seinasta sólarhringinn hefur Slysavarnarfélagið Landsbjörg þurft að fara í hátt í 200 útköll sem 350 manns hafa komið að.

Karen Ósk Lárusdóttir, verkefnastjóri hjá Landsbjörg, segir vonlaust að segja til um hvenær þessu mikla álagi ljúki en mikið álag hafi verið á björgunarsveitarfólki seinasta sólarhringinn. Verkefnum hafi farið aðeins fækkandi en ennþá séu verkefni í gangi.

Spáin sé leiðinleg fyrir morgundaginn þrátt fyrir að hún sé ekki eins slæm og fyrir daginn í dag.

Flutningar fólks af Möðrudalsöræfum mannfrekir

Að sögn Karenar eru verkefnin af öllum mögulegum toga og misjafnt hversu margir þurfa að sinna útköllum. Mörg verkefni hafa verið á Reyðarfirði í dag eða 50 talsins.

Eyðilegging sögufræga hússins á Seyðisfirði og fólksflutningar ofan af Möðrudalsöræfum, þar sem 60 manns sátu fastir, hafa krafist mikils mannafla og þá sérstaklega fólksflutningarnir.

Dagurinn hefur einkennst af miklum vindi og mikilli ölduhæð.
Dagurinn hefur einkennst af miklum vindi og mikilli ölduhæð. Ljósmynd/Þorgeir Baldursson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert