Ísrael mun hlúa að tuttugu Úkraínumönnum

Fólk safnaðist saman á götum Tel Aviv þegar sex mánuðir …
Fólk safnaðist saman á götum Tel Aviv þegar sex mánuðir voru liðnir frá innrás Rússa í Ísrael. AFP

Ísra­elska ríkið hef­ur heitið því að hlúa að tutt­ugu Úkraínu­mönn­um sem hafa slasast al­var­lega í inn­rás rúss­neska hers­ins. Þetta kom fram í til­kynn­ingu frá ísra­elska sendi­ráðinu í Kænug­arði í dag. 

Fyrstu sjúk­ling­arn­ir eru vænt­an­leg­ir til Tel Aviv í dag og verða flutt­ir á sjúkra­stofn­un­ina Sheba. Sheba starf­rækti bráðabirgðasp­ítala í Vest­ur-Úkraínu við upp­haf inn­rás­ar Rússa.

Varn­ar­búnaður í for­gangi

Stuðning­ur Ísra­els hef­ur hingað til ein­skoraðast við út­veg­un hjálma og ann­ars sam­bæri­legs vernd­ar­búnaðar. Ríkið hef­ur ekki látið nein vopn af hendi til úkraínska hers­ins til þess að viðhalda tengsl­um við Rússa.

Rúss­neska ríkið er lyk­il­bak­hjarl sýr­lensku stjórn­ar­inn­ar sem hef­ur átt í deil­um við Ísra­el um ára­bil. Af þeim gyðing­um sem hafa flutt til Ísra­el síðasta árið er um helm­ing­ur­inn frá Rússlandi og fjórðung­ur frá Úkraínu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert