„Miklu meira en nóg að gera“ hjá björgunarsveitum

Fáskrúðsfirðingar binda nú lausa muni niður vegna óveðursins sem gengur …
Fáskrúðsfirðingar binda nú lausa muni niður vegna óveðursins sem gengur þar yfir. mbl.is/Albert Kemp

Veður á Aust­ur­landi fer snar­versn­andi. Heilu trén hafa fokið upp með rót­um á Seyðis­firði og sjón­ar­vott­ar segj­ast aldrei hafa séð ástandið verra. Sveinn Hall­dór Odds­son Zoëga, formaður svæðis­stjórn­ar björg­un­ar­sveita á Aust­ur­landi, seg­ir „miklu meira en nóg að gera í öll­um fjörðum“ hjá björg­un­ar­sveit­um.

Sveinn seg­ir sér­lega anna­samt á Reyðarf­irði og á Eskif­irði vegna fjúk­andi muna og björg­un­ar­sveit­ir eru að hans sögn á kafi í verk­efn­um þar. Þá hafi björg­un­ar­sveit­ar­menn einnig sinnt út­köll­um á Möðru­dals­ör­æf­um við að losa bíla sem sitja þar fast­ir. 

Sjórok herj­ar á Aust­f­irði

Mikið sjórok hef­ur herjað á sveit­ar­fé­lög á Aust­fjörðum en rauð viðvör­un tók gildi á há­degi. Vakt­haf­andi veður­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands ger­ir ráð fyr­ir hviðum upp í 66 metra á sek­úndu.

Frá Fá­skrúðsfirði hafa einnig borist borist fregn­ir af miklu sjóroki og ein­hverj­um skemmd­um á lausa­mun­um. Sjógang­ur er all­nokk­ur þar og geng­ur upp á bryggj­ur á há­flæði. Verið er að landa síld úr Hof­felli SU 80, um 1.000 tonn­um, eins og sjá má á mynd­inni hér fyr­ir neðan.

Hoffell SU landar síld í dag.
Hof­fell SU land­ar síld í dag. mbl.is/​Al­bert Kemp

Gert er ráð fyr­ir að óveðrið nái há­marki í kvöld en veðurfarið er talið nokkuð óvenju­legt miðað við árs­tíma. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert