Margar tilkynningar um rafmagnsleysi hafa borist frá nyrðri hluta landsins það sem af er degi. Rafmagnsleysi hrjáir stóran hluta Norðurlands ef marka má tilkynningar sem hafa borist mbl.is. Rafmagnsleysis hefur líka gætt á Austurlandi.
Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá því á facebooksíðu sinni að rafmagnslaust sé í Eyjafirði og unnið sé að því að koma rafmagni aftur á.
Samkvæmt vef Landsnets kom upp truflun laust fyrir klukkan 13 í dag sem olli straumleysi á Austurlandi frá Blöndu og til Hafnar í Hornafirði.
mbl.is hafa borist tilkynningar frá Siglufirði, Akureyri og Sauðárkróki um rafmagnsleysi.
Rauð viðvörun er í gildi vegna veðurs á Austfjörðum og appelsínugul á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, Suðausturandi og miðhálendi.