Víðtækar rafmagnstruflanir á Norður- og Austurlandi

Landsnet sendi tlkynningu stuttu eftir hádegi um rafmagnstruflanir.
Landsnet sendi tlkynningu stuttu eftir hádegi um rafmagnstruflanir.

Marg­ar til­kynn­ing­ar um raf­magns­leysi hafa borist frá nyrðri hluta lands­ins það sem af er degi. Raf­magns­leysi hrjá­ir stór­an hluta Norður­lands ef marka má til­kynn­ing­ar sem hafa borist mbl.is. Raf­magns­leys­is hef­ur líka gætt á Aust­ur­landi.

Lög­regl­an á Norður­landi eystra grein­ir frá því á face­booksíðu sinni að raf­magns­laust sé í Eyjaf­irði og unnið sé að því að koma raf­magni aft­ur á. 

Sam­kvæmt vef Landsnets kom upp trufl­un laust fyr­ir klukk­an 13 í dag sem olli straum­leysi á Aust­ur­landi frá Blöndu og til Hafn­ar í Hornafirði.

Til­kynn­ing­ar úr fjölda bæj­ar­fé­laga

mbl.is hafa borist til­kynn­ing­ar frá Sigluf­irði, Ak­ur­eyri og Sauðár­króki um raf­magns­leysi.

Rauð viðvör­un er í gildi vegna veðurs á Aust­fjörðum og app­el­sínu­gul á Norður­landi eystra, Aust­ur­landi að Glett­ingi, Suðausturandi og miðhá­lendi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert