Rauðar og appelsínugular viðvaranir

Aftakaveður veður á austurhelmingi landsins í dag.
Aftakaveður veður á austurhelmingi landsins í dag. Ljósmynd/Veðurstofa Íslands

App­el­sínu­gul viðvör­un er nú í gildi á Suðaust­ur­landi og gul­ar viðvar­an­ir á höfuðborg­ar­svæðinu, Norður­landi eystra, miðhá­lend­inu og Aust­ur­landi að Glett­ingi.

Klukk­an níu tek­ur gildi app­el­sínu­gul viðvör­un fyr­ir Norður­land eystra, Aust­f­irði og miðhá­lendið.

Klukk­an tólf á há­degi tek­ur svo gildi rauð viðvör­un fyr­ir Aust­f­irði og verður hún í gildi þangað til klukk­an níu í kvöld. Þá tek­ur við app­el­sínu­gul viðvör­un fram eft­ir nóttu. App­el­sínu­gul viðvör­un verður einnig í gildi á Suðaust­ur­landi og Aust­ur­landi að Glett­ingi fram yfir miðnætti.

Ekki rauð viðvör­un nema veður sé hættu­legt 

Sér­lega öfl­ug lægð er nú stödd fyr­ir norðan land og send­ir hún norðvest­an vind­streng yfir aust­ur­hluta lands­ins í dag sem veld­ur af­taka­veðri á þeim slóðum, að því er seg­ir í hug­leiðing­um veður­fræðings á vef Veður­stofu Íslands.

Í dag má bú­ast við norðvest­an stormi eða roki á aust­ur­helm­ingi lands­ins og jafn­vel ofsa­veðri á Aust­fjörðum, sem skýr­ir rauða veðurviðvör­un. Slík viðvör­un er ekki gef­in út nema um hættu­legt veður sé að ræða og því mik­il­vægt að sleppa ferðalög­um og huga að eig­in ör­yggi.

Vest­an­vert landið slepp­ur við óveður í dag, þar læg­ir vind með morgn­in­um og verður skap­legt veður eft­ir há­degi.

Kalt heim­skautaloft kem­ur yfir landið

Eft­ir hlý­indi í gær dreg­ur áður­nefnd lægð kalt heim­skautaloft yfir landið í dag og það kóln­ar snögg­lega. Á Norður- og Aust­ur­landi má bú­ast við rign­ingu nærri sjáv­ar­máli, en slyddu eða snjó­komu á heiðum og til fjalla. Sunn­an- og vest­an­lands verður hins veg­ar þurrt og bjart veður.

Á morg­un er út­lit fyr­ir frem­ur hæg­an vind á vest­ur­helm­ingi lands­ins. Aust­an­lands er spáð norðvest­an hvassviðri eða stormi á morg­un sem eru þá leif­arn­ar af ill­viðri dags­ins í dag. Víða þurrt og bjart veður, en rign­ing eða slydda um tíma á Aust­ur­landi. Hiti 2 til 9 stig yfir dag­inn, mild­ast við suður­strönd­ina.

Veður­horf­ur á land­inu næstu daga:

Á mánu­dag:
Norðan 5-10 m/​s á vest­ur­helm­ingi lands­ins, en norðvest­an 15-23 aust­an­lands. Víða þurrt og bjart veður, en rign­ing eða slydda um tíma á Aust­ur­landi. Hiti 2 til 9 stig yfir dag­inn, mild­ast á Suður­landi.

Á þriðju­dag:
Breyti­leg átt 3-8, en norðan strekk­ing­ur við aust­ur­strönd­ina fyr­ir há­degi. Skýjað með köfl­um á land­inu og þurrt að mestu. Hiti 3 til 10 stig, mild­ast sunn­an­lands.

Á miðviku­dag:
Sunn­an 3-8 og lít­ils­hátt­ar væta, en bjartviðri um landið norðaust­an­vert. Hiti 5 til 10 stig.

Á fimmtu­dag:
Suðaust­an 8-13 og rign­ing með köfl­um, en áfram þurrt norðaust­an­til á land­inu. Hiti 6 til 12 stig.

Á föstu­dag:
Ákveðin austanátt rign­ing öðru hverju, en tals­verð rign­ing á Suðaust­ur­landi og Aust­fjörðum. Hiti breyt­ist lítið.

Á laug­ar­dag:
Aust­an- og norðaustanátt, rign­ing með köfl­um og milt í veðri.

Veður á mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert