Stöðvaður með tvö ung börn laus í bílnum

Ökumanninum var gert að gera ráðstafanir varðandi börnin.
Ökumanninum var gert að gera ráðstafanir varðandi börnin. mbl.is/Eggert

Um hálf­sex­leytið í gær­dag stöðvaði lög­regla öku­mann bíls þar sem tvö börn, 14 mánaða og fimm ára, voru laus í bíln­um. Þá reynd­ist eng­inn ör­ygg­is­búnaður fyr­ir börn yf­ir­höfuð í bíln­um.

Var öku­mann­in­um gert að gera ráðstaf­an­ir varðandi börn­in og varð niðurstaðan sú að móðir barn­anna yf­ir­gaf bíl­inn með börn­in og sagðist ætla með þau í strætó, að því er kem­ur fram í upp­lýs­ing­um frá lög­reglu. At­vikið átti sér stað í hverfi 108.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert