Tókust á um auknar valdheimildir lögreglu

Vilhjálmur Árnason og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir voru gestir Egils Helgasonar …
Vilhjálmur Árnason og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir voru gestir Egils Helgasonar í Silfrinu í dag. Samsett mynd

Aukn­ar vald­heim­ild­ir lög­reglu voru til umræðu í stjórn­má­laum­ræðuþætt­in­um Silfr­inu í morg­un. Vil­hjálm­ur Árna­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins í Suður­kjör­dæmi, sagði þar auk­inn fjöl­breyti­leika sam­fé­lags­ins gefa til­efni til að end­ur­skoða heim­ild­ir lög­reglu.

Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir, þingmaður Pírata, seg­ir umræðu um aukn­ar vald­heim­ild­ir í tengsl­um við rann­sókn á meintu hryðju­verki vera mis­notk­un á máli sem lítið sé vitað um að svo stöddu.

Seg­ir aukn­ar vald­heim­ild­ir ýta und­ir öfga frem­ur en draga úr þeim

Hún seg­ir rann­sókn­ir hafa sýnt fram á að for­virk­ar rann­sókn­ar­heim­ild­ir dragi ekki úr öfga­væðingu held­ur ýti und­ir hana. Hún seg­ir for­virk­ar rann­sókn­ar­heim­ild­ir auk­in­held­ur fela alla jafna í sér mis­mun­un þar sem til­tekn­ir hóp­ar séu lík­legri til þess að verða and­lag slíkra rann­sókna.

Vil­hjálm­ur benti á að lög­regl­an hafi starf­rækt grein­ing­ar­starf­semi um tíma og hefði verið und­ir­bú­in og brugðist skjótt við. Hann seg­ir umræðu um aukn­ar af­brota­varn­ir hafa haf­ist áður en þetta mál skaut upp koll­in­um og vill því ekki bein­tengja þetta tvennt.

Auðveld­ara að týn­ast í fjöld­an­um

„Við meg­um ekki ræða þetta ein­göngu út frá þessu eina máli held­ur þurf­um við að ræða þetta bæði út frá skipu­lagðri af­brot­a­starf­semi og auk­inni hryðju­verka­ógn og þess­ari breyt­ingu í sam­fé­lag­inu sem lög­regl­an er búin að vera að láta okk­ur vita af und­an­far­in ár.

Sam­fé­lagið er orðið fjöl­breytt­ara og það er auðveld­ara að týn­ast í fjöld­an­um“

Innt­ur svara um hvaða breyt­ing það sé seg­ir Vil­hjálm­ur það tengj­ast alþjóðavæðingu sam­fé­lags­ins.

Vilhjálmur Árnason í myndveri Ríkisútvarpsins í dag.
Vil­hjálm­ur Árna­son í mynd­veri Rík­is­út­varps­ins í dag. Skjá­skot/​RÚV

 „Það sem er að ger­ast úti í heimi er bara miklu nær okk­ur hér líka og ef eitt­hvað ger­ist út í heimi eru strax komn­ar upp­lýs­ing­ar um það bæði á sam­fé­lags­miðlum og í er­lend­um sjón­varps­stöðum og allt er orðið miklu opn­ara.

Svo er sam­fé­lagið okk­ar líka orðið fjöl­breytt­ara og stærra og fjöl­breyti­leik­inn meiri. Hér áður fyrr þá var í sam­fé­lag­inu kannski þetta sjálf­virka eft­ir­lit, ef eitt­hvað var óeðli­legt ein­hvers staðar þá gat fjöl­skyld­an al­mennt farið og tekið utan um það. Nú er auðveld­ara að týn­ast í fjöld­an­um og fjöl­breyti­leik­an­um. Það er líka öðru­vísi sam­fé­lag,“ sagði Vil­hjálm­ur í þætt­in­um. 

Ósann­indi að mál­inu sé beitt til þess að koma breyt­ing­um í gegn

Vil­hjálm­ur seg­ir að það þurfi að bregðast við þess­ari þróun og hafn­ar því að það sé verið að beita máli um skipu­lagn­ingu hryðju­verka til þess að auka vald­heim­ild­ir lög­reglu.

Þór­hild­ur Sunna gagn­rýndi mál­flutn­ing Vil­hjálms eft­ir þátt­inn á Face­book-síðu sinni og sagði hann vera illa dul­búna leið til þess að blása upp ótta við inn­flytj­end­ur og sömu­leiðis staðfest­ing þess sem marg­ir ótt­ast; að eft­ir­lits­heim­ild­um lög­reglu verði sér­stak­lega beint að inn­flytj­end­um og öðrum jaðar­sett­um hóp­um í sam­fé­lag­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert