Netverjar hafa verið duglegir að deila reynslusögum af óveðrinu sem gengur nú yfir Austur- og Norðurland. Trjágróður og heilu þökin hafa fokið á milli garða í storminum sem gert er ráð fyrir að nái hámarki um kvöldmatarleytið.
Lægðin akvað að slíta þakið af garðskúrnum mínum og senda það yfir til nágrannans…skál fyrir því. pic.twitter.com/lG4cHWq1so
— Jóhann Már Kristinsson (@joikidda) September 25, 2022
Margir segja sögur af áratugagömlum trjám sem hafa staðið tímans tönn en eru dregin upp með rótum í dag. Meðalvindstyrkur er afar hár í dag og kviðurnar nær tvöfalt öflugri en hann.
Ættartré fjölskyldu minnar stendur í garðinum í húsinu sem langafi byggði, afi keypti svo og hann og amma ólu upp sín 12 börn, í dag er húsið í eigu systur mömmu. Tréið sem er 98 ára gamalt, hefur staðið allt af sér hingað til er fallið 🥺 #Rauðviðvörun #lægðin #óveðrið pic.twitter.com/am06vnqZ2A
— Stefanía Hrund (@stefaniahrund) September 25, 2022
Fimm tré rifnuðu upp með rótum í garðinum hjá mömmu og pabba í storminum í nótt. Ætti þetta ekki frekar að flokkast sem fellibylur kannski? pic.twitter.com/r9f1nfbg1o
— Hahafet ⚡️ Þigfinnsson (@jafetsigfinns) September 25, 2022
Reyðarfjörður virðist vera að fá sérlega slæma útreið ef marka má myndbönd og frásagnir á Twitter.
Lognið eitthvað að flýta sér á Reyðarfirði..
— Draumey Ósk (@draumeyosk) September 25, 2022
Þrjú tré fallin í garðinum hjá mér🥲#rauðviðvörun #lægðin pic.twitter.com/ykoP9pqWSz
Óveðursvaktinn á Reyðarfirði er byrjuð! Veit um töluvert tjón hér í bænum og þetta er rétt að byrja! #lægðin #Rauðviðvörun pic.twitter.com/CwXB1fQiDC
— Stefanía Hrund (@stefaniahrund) September 25, 2022
Tjónið í bænum er svakalegt 😭! Mikið af trjám farið, sólstofur og kofar að springa. Stafn af skemmu og svo skemmdir á einum af bragganum á Stríðsminjasafninu okkar! Tók þessar myndir áðan fyrir viðtal sem ég var í á Stöð 2 ! Endilega horfið á kvöldfréttir #Rauðviðvörun #óveðrið pic.twitter.com/tsYCHrattD
— Stefanía Hrund (@stefaniahrund) September 25, 2022