Útkall vegna reykjarlyktar á Bræðraborgarstíg

Slökkviliðsmenn eru enn að störfum á Bræðraborgarstíg.
Slökkviliðsmenn eru enn að störfum á Bræðraborgarstíg. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Slökkvilið og lög­regla voru kölluð til að hús­næði við Bræðra­borg­ar­stíg rétt rúm­lega tvö í dag vegna reykjar­lykt­ar.

Varðstjóri hjá slökkviliðinu sagði tvo bíla hafa farið frá slökkviliðinu og að nú gengju slökkviliðsmenn milli hæða og leituðu að upp­tök­um lykt­ar­inn­ar. 

Ekki hef­ur enn sést til reyks en gengið verður úr skugga um að eng­in hætta sé á ferðum áður en viðbragðsaðilar yf­ir­gefa svæðið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert