Vilhjálmur vill verða ritari Sjálfstæðisflokksins

Vilhjálmur segist vilja gefa grasrótinni aukið vægi.
Vilhjálmur segist vilja gefa grasrótinni aukið vægi. mbl.is/Sigurður Bogi

Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins gefur kost á sér í embætti ritara flokksins á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem fer fram 4.-6. nóvember. Hann greinir frá framboðinu á facebooksíðu sinni.

Segist hann vilja leggja sitt af mörkum til að efla Sjálfstæðisflokkinn um allt land og gefa rödd grasrótarinnar aukið vægi meðal forystu flokksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert