400 sprengjusérfræðingar mættir til Íslands

Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar að störfum.
Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar að störfum. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Um 400 sprengju­sér­fræðing­ar frá 14 lönd­um eru stadd­ir hér á landi í tengsl­um við alþjóðlega æf­ingu sprengju­sér­fræðinga á veg­um Atlants­hafs­banda­lags­ins. Er æf­ing­in, sem ber heitið Nort­hern Chal­lenge, skipu­lögð af séraðgerðasveit Land­helg­is­gæsl­unn­ar. Þar eru æfð viðbrögð við hryðju­verk­um.

Í til­kynn­ingu frá Land­helg­is­gæsl­unni kem­ur fram að þetta sé í tutt­ug­asta og fyrsta skiptið sem æf­ing­in sé hald­in. Nú fá sprengju­sér­fræðing­arn­ir að af­tengja sams kon­ar sprengj­ur og fund­ist hafa víða um heim í tengsl­um við hryðju­verk.

Æfing­in fer að mestu leyti fram inn­an ör­ygg­is­svæðis­ins á Kefla­vík­ur­flug­velli en einnig í Helgu­vík og í Hafnar­f­irði. Æfing­unni lýk­ur 7. októ­ber.

Sér­hæfð stjórn­stöð hef­ur jafn­framt verið sett upp á ör­ygg­is­svæðinu vegna æf­ing­ar­inn­ar en það er í sam­ræmi við alþjóðlegt vinnu­lag Atlants­hafs­banda­lags­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert