Björk Guðmundsdóttir og hin sænska Greta Thunberg hyggja á samstarf í einhverri mynd til að vekja athygli á loftlsagsmálunum.
Björk greinir frá þessu í samtali við Sunnudagsblaðið en segir óákveðið hvers eðlis verkefnið verði.
„Ég er að fara að gera eitthvað með Gretu í lok mánaðarins. Við ætlum að gera eitthvað saman en erum ekki alveg búnar að ákveða hvað það verður. Umhverfið hefur breyst og á hverju ári þarf að kljást við önnur vandamál. Við þurfum því að bregðast öðruvísi við. Ég er ennþá þeirrar skoðunar að við eigum að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum.“
Rætt er við Björk í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.