Björk og Thunberg með eitthvað á prjónunum

Björk Guðmundsdóttir.
Björk Guðmundsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Björk Guðmunds­dótt­ir og hin sænska Greta Thun­berg hyggja á sam­starf í ein­hverri mynd til að vekja at­hygli á loftl­sags­mál­un­um. 

Björk grein­ir frá þessu í sam­tali við Sunnu­dags­blaðið en seg­ir óákveðið hvers eðlis verk­efnið verði. 

Greta Thunberg.
Greta Thun­berg. AFP/​Andy Buchan­an

„Ég er að fara að gera eitt­hvað með Gretu í lok mánaðar­ins. Við ætl­um að gera eitt­hvað sam­an en erum ekki al­veg bún­ar að ákveða hvað það verður. Um­hverfið hef­ur breyst og á hverju ári þarf að kljást við önn­ur vanda­mál. Við þurf­um því að bregðast öðru­vísi við. Ég er ennþá þeirr­ar skoðunar að við eig­um að lýsa yfir neyðarástandi í lofts­lags­mál­um.“

Rætt er við Björk í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert