„Ég bara man ekkert hver vann, elskan mín, ég mætti bara þarna í Ormsson og smakkaði terturnar, við vorum að velja fallegustu, bestu, frumlegustu og mest elegant brauðtertuna,“ segir Margrét Sigfúsdóttir, formaður dómnefndar á Íslandsmeistaramótinu í brauðtertugerð, í samtali við Morgunblaðið en mótið fór fram á laugardaginn í húsnæði Bræðranna Ormsson.
„Brauðtertan er svo mikið að koma inn aftur eftir tröllasögur um að majónes væri æðakítti vegna eggjanna og kólesterólsins; svo var það ekki þannig en terturnar eru ægilega hitaeiningaríkar,“ segir Margrét.
Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.