Á föstudaginn var haustjafndægur, en það er þegar dagurinn er um það bil jafnlangur nóttunni hvar sem er á jörðinni. Helgast það af því að þá er sól beint yfir miðbaug jarðar. Eru jafndægur bæði að vori og hausti.
Trausti Jónsson veðurfræðingur bendir á það í tísti á Twitter að aldrei áður hafi jafn hár hiti mælst á haustjafndægri hér á landi og síðasta föstudag. Þá mældist hitinn á Dalatanga, nesi á milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar, 24,1°C. Hæsti hiti sem áður hafði mælst um haustjafndægur mældist árið 1973, þá 23,5°C, einnig á Dalatanga.
Tonight the temperature at Dalatangi E-Iceland rose to 24.1°C - the highest post-autumn equinox temperature ever recorded in Iceland (former record 23.5°C at Dalatangi, 1 October 1973).
— Trausti Jonsson (@hungurdiskar) September 24, 2022