Ísland fimmta besta landið samkvæmt SPI

Ísland fell­ur um eitt sæti og er í fimmta sæti af 169 þjóðum í mæl­ingu fyr­ir­tæk­is­ins Social Progress Im­perati­ve á vísi­tölu fé­lags­legra fram­fara, Social Progress Index (SPI). Niður­stöðurn­ar voru kynnt­ar í dag. 

Ísland þykir leiðandi á ýms­um sviðum þegar vísi­tala fé­lags­legra fram­fara, SPI, er reiknuð út. Þar á meðal eru þætt­ir er lúta að aðgengi að vatni, mat­væl­um og hrein­læti. Hér eru lífs­lík­ur ung­barna mest­ar og gott aðgengi að mennt­un. 

Eins og síðustu ár eru það Norðmenn sem tróna á toppi SPI-list­ans. Á eft­ir þeim koma Dan­ir, þá Finn­ar og Sviss­lend­ing­ar eru í fjórða sæti á und­an Íslend­ing­um. 

Í sam­an­tekt Social Progress Im­perati­ve seg­ir að þó niður­stöður þessa árs sýni að þjóðir séu heilt yfir að bæta sig þegar kem­ur að mæl­ingu á vel­meg­un og lífs­gæðum. Engu að síður hafi hægt á fram­förum. Fari svo sem horfi muni vísi­tal­an í fyrsta sinn lækka á næsta ári.

At­hygli vek­ur að þrjár G7-þjóðir hafa sýnt aft­ur­för síðasta ára­tug­inn. Þær eru Banda­rík­in, Bret­land og Kan­ada. Banda­rík­in eru í 25. sæti á heimsvísu í mæl­ing­unni í ár.

Frammistaða Íslands

Gulur punktur merkir að landið standist settar kröfur, blái liturinn …
Gul­ur punkt­ur merk­ir að landið stand­ist sett­ar kröf­ur, blái lit­ur­inn er til marks um að frammistaða fari um­fram vænt­ing­ar og sá rauði er til marks um hið gagn­stæða. Ljós­mynd/​SPI2022


mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert