Íslensk söngkona hlaut virt alþjóðleg verðlaun

Marta Kristín Friðriksdóttir syngur í Belvedere-söngkeppninni í Jurmala í Lettlandi …
Marta Kristín Friðriksdóttir syngur í Belvedere-söngkeppninni í Jurmala í Lettlandi í júní. Ljósmynd/Aðsend

„Ég er fædd og upp­al­in í Hlíðunum í Reykja­vík, var fyrst í Hlíðaskóla og fór svo í Versl­un­ar­skól­ann,“ seg­ir Marta Krist­ín Friðriks­dótt­ir sópr­an­söng­kona sem í gær hlaut hin eft­ir­sóttu þýsku verðlaun Musikalischer För­der­preis Ju­g­end í Debut-söngv­akeppn­inni í Weikers­heim.

„Ég hef sungið nán­ast alla ævi, ég var í Stúlknakór Reykja­vík­ur hjá Mar­gréti Pálma­dótt­ur,“ seg­ir söng­kon­an sem er fædd árið 1996, 26 ára göm­ul, dótt­ir Friðriks Skúla­son­ar, tölv­un­ar­fræðings og stofn­anda sam­nefnds hug­búnaðarfyr­ir­tæk­is, og Bjarg­ar Mörtu Ólafs­dótt­ur viðskipta­fræðings.

„Ég hafði mjög gam­an af að syngja en þorði ekki al­veg að viður­kenna að þetta væri draum­ur­inn,“ ját­ar söng­kon­an sem þó tók það skref að helga ævi sína sönglist­inni að loknu stúd­ents­prófi af eðlis­fræðibraut í Versl­un­ar­skól­an­um. „Ég byrjaði í söngnámi í tón­list­ar­skól­an­um henn­ar Möggu [Mar­grét­ar Pálma­dótt­ur], Domus Vox, og var þar í nokk­ur ár áður en ég færði mig yfir í Söng­skól­ann í Reykja­vík þar sem ég lærði hjá Sig­nýju Sæ­munds­dótt­ur, hún er al­gjör snill­ing­ur, hún er bara best,“ seg­ir Marta og legg­ur ríka áherslu á þessa skoðun sína.

Bolt­inn tók að rúlla

„Í Söng­skól­an­um í Reykja­vík fékk ég óperu­dell­una og var þar frá 2012 til 2017. Þar fékk ég að taka þátt í minni fyrstu óperu, Töfraf­laut­unni eft­ir Moz­art, þar sem ég söng hlut­verk Pam­inu, þetta var í Hörp­unni meðal ann­ars og mik­il upp­lif­un,“ seg­ir Marta.

Stoltur verðlaunahafi í Musikalischer Förderpreis Jugend í Debut-söngvakeppninni um helgina.
Stolt­ur verðlauna­hafi í Musikalischer För­der­preis Ju­g­end í Debut-söngv­akeppn­inni um helg­ina. Ljós­mynd/​Aðsend

Þarna byrjaði bolt­inn að rúlla að sögn söng­kon­unn­ar og hún fékk inn­göngu í tón­list­ar­há­skól­ann Uni­versität für Musik und dar­stell­ende Kunst Wien í Vín­ar­borg, einni af vögg­um menn­ing­ar og lista á meg­in­landi Evr­ópu.

„Ég fór í inn­töku­próf og komst inn, flutti til Vín­ar 2017, svo þegar Covid kom var ég mikið heima á Íslandi og var bara í fjar­námi, á meðan „lockdown“ var í Aust­ur­ríki. Áður en ég fór út hafði ég sigrað í opn­um flokki í söngv­akeppn­inni Vox Dom­ini og þá hugsaði ég með mér „ókei, ég á eitt­hvert al­vöru­er­indi í þetta“,“ rifjar Marta upp.

Eins má geta þess að hún fór með sig­ur af hólmi í keppni Sin­fón­íu­hljóm­sveit­ar Íslands og Lista­há­skóla Íslands, „Ung­ir ein­leik­ar­ar“, og kom í kjöl­farið fram sem ein­söngv­ari með Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands á tón­leik­um í Hörpu í maí 2021.

Mjög sterk viður­kenn­ing

Eft­ir að hún komst inn í skól­ann í Vín hóf hún þar BA-nám í al­menn­um klass­ísk­um söng og lauk því í fyrra. Beið hún ekki boðanna held­ur hóf meist­ara­nám við sama skóla. „Þá fer ég að sér­hæfa mig í óper­unni. Þetta er al­veg ynd­is­leg­ur skóli og Vín er frá­bær staður til að læra söng,“ seg­ir Marta.

Hún seg­ir dóm­nefnd­ina í Debut-söngv­akeppn­inni hafa verið skipaða stór­menn­um úr ver­öld söngs­ins og ákaf­lega mik­ils virði að hljóta verðlaun­in. „Ég hlaut ekki þessi dæmi­gerðu fyrsta, ann­ars eða þriðja sæt­is verðlaun held­ur þessi sér­stöku verðlaun eða viður­kenn­ingu. Þessi keppni er hald­in annað hvert ár og hef­ur verið hald­in síðan 2002, ég held að þetta hafi verið ell­efta skiptið sem hún er hald­in. Þarna taka þátt vel mótaðir söngv­ar­ar sem eru farn­ir að syngja á sviðum í stór­um óperu­hús­um og mér gekk bara ljóm­andi vel, dóm­nefnd­in verðlaunaði mig sem ung­an og efni­leg­an söngv­ara,“ seg­ir Marta af Debut-keppn­inni.

Marta tekur við verðlaununum. „Ég hafði mjög gaman af að …
Marta tek­ur við verðlaun­un­um. „Ég hafði mjög gam­an af að syngja en þorði ekki al­veg að viður­kenna að þetta væri draum­ur­inn,“ seg­ir þessi bráðefni­legi ís­lenski listamaður sem verður lík­lega að viður­kenna draum­inn er hér er komið sögu. Ljós­mynd/​Aðsend

Hún kveður verðlaun­in mjög sterka viður­kenn­ingu enda hafi hún þurft að syngja ell­efu stykki í keppn­inni, sex arí­ur og fimm ljóð, þar af eitt nú­tíma­ljóð sem aðstand­end­ur keppn­inn­ar völdu sér­stak­lega. Af arí­um Mörtu í keppn­inni eru lík­lega fræg­ast­ar E pur così in un giorno sem Kleópatra söng í Giulio Ces­ari eft­ir Händel, Giun­se al­fin il momento úr munni Súsönnu í Brúðkaupi Fígarós og Ach ich fühl's, söng­ur Pam­inu í Töfraf­laut­unni, tvö síðasta­nefndu verk­in úr smiðju Moz­arts.

Hvað skyldi þá taka við í framtíð Mörtu?

„Já, framtíðin, það er nú það,“ svar­ar söng­kon­an um hæl, „ég er að byrja síðasta árið mitt við tón­list­ar­há­skól­ann núna og mér hef­ur þegar verið boðið eitt af aðal­hlut­verk­un­um í stærstu óperu­sýn­ingu skól­ans þetta skóla­árið, hlut­verk Iliu í Idomeneo eft­ir Moz­art. Það er mik­ill heiður því sam­keppn­in í skól­an­um er gríðarlega hörð og ég er auk þess á leið í pruf­ur fyr­ir fjölda annarra verka.“

Sam­býl­ismaður Mörtu er Kári Jón Sig­urðsson sem er að hefja meist­ara­nám í viðskipta­grein­ingu eða bus­iness ana­lytics svo ólíkt haf­ast þau sam­býl­ing­arn­ir að.

„Það er bara svo margt sem mig lang­ar að gera og ég verð að nefna að stuðning­ur for­eldra minna hef­ur verið ómet­an­leg­ur, þau eru ein­mitt að koma í heim­sókn núna eft­ir rúma viku,“ seg­ir söng­kon­an. Til þess eru for­eldr­ar sam­mæl­ast blaðamaður og Marta Krist­ín Friðriks­dótt­ir, verðlauna­söng­kona í aust­ur­rísku menn­ing­ar­vögg­unni Vín, um við lok fróðlegs viðtals.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert