Kirkjan fyrri til en skólastjórinn er sammála

Laugarnesskóli í Reykjavík.
Laugarnesskóli í Reykjavík. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sig­ríður Heiða Braga­dótt­ir, skóla­stjóri Laug­ar­nesskóla í Reykja­vík, tel­ur það skyn­sam­legt skref hjá Laug­ar­nes­kirkju að afþakka skipu­lagðar heim­sókn­ir skóla­barna á aðvent­unni. 

Davíð Þór Jóns­son, sókn­ar­prest­ur Laug­ar­nes­kirkju, til­kynnti þessa ákvörðun fyr­ir helgi. Byggðist hún á því að and­stöðu hefði gætt við um­rædd­ar heim­sókn­ir á seinni árum, sem hefði valdið ágrein­ingi. Kirkj­an vilji hvorki taka þátt í slík­um ágrein­ingi né valda því að sum börn séu úti­lokuð frá hluta skóla­starfs­ins. 

Sig­ríður Heiða tek­ur und­ir þessi orð. Þá bend­ir hún á að með þessu sé ekki verið að banna börn­um að mæta í kirkju, enda séu þau alltaf vel­kom­in þangað og sér­stök messa fyr­ir börn verði jafn­vel hald­in á aðvent­unni. 

Ætluðu að hætta við heim­sókn­irn­ar

Ákvörðunin kom ekki á óvart þar sem skólaráð hafði verið í sam­tali við kirkj­una um mál­efnið. Ef kirkj­an hefði ekki verið fyrri til, hefði skól­inn lík­lega gefið frá sér til­kynn­ingu um að kirkj­an yrði ekki heim­sótt á aðvent­unni. 

„Við rædd­um þetta í skólaráði í vor og svo ætluðum við að funda með kenn­ur­um skól­ans, en svo kom þessi til­kynn­ing bara á und­an.“

Ekk­ert sér­stakt mun koma í staðinn fyr­ir kirkju­heim­sókn­irn­ar að sögn Sig­ríðar, en kær­leik­ur­inn verður áfram helsta þemað á aðvent­unni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert