Lægðin farin að missa kraftinn

Vindaspáin á landinu kl. 9.
Vindaspáin á landinu kl. 9. Kort/Veðurstofa Íslands

Lægðin sem olli af­taka­veðri á aust­an­verðu land­inu í gær er nú stödd 350 km NA af Langa­nesi og á leið suðsuðaust­ur. Hún er því held­ur að nálg­ast landið en á móti kem­ur að hún er far­in að grynn­ast og missa kraft sinn, að því er kem­ur fram í hug­leiðing­um veður­fræðings á Veður­stofu Íslands.

„Niðurstaðan af þessu er að versta veðrið aust­an­lands var afstaðið í gær­kvöldi, en enn má bú­ast við norðvest­an stormi eða roki á Aust­fjörðum fram eft­ir degi. Þar læg­ir síðan svo um mun­ar í kvöld og nótt, en þá hef­ur áður­nefnd lægð fjar­lægst landið, ásamt því að hún held­ur áfram að grynn­ast,“ seg­ir í hug­leiðing­un­um.

Í dag verður skýjað að mestu á Aust­ur­landi og dá­lít­il rign­ing eða slydda eft­ir há­degi. Á vest­ur­helm­ingi lands­ins verður hæg norðlæg eða breyti­leg átt, 3-10 m/​s, og létt­skýjað en fyr­ir vest­an land er stadd­ur hæðar­hrygg­ur sem stjórn­ar veðrinu á þess­um hluta lands­ins.

Hið ró­leg­asta veður á morg­un

Þá seg­ir að á morg­un lægi enn frek­ar við aust­ur­strönd­ina og þá verði komið hið ró­leg­asta veður á land­inu öllu.

Ekki er bú­ist við úr­komu að neinu ráði en verður vænt­an­lega skýjað um landið norðaust­an­vert. Í öðrum lands­hlut­um ætti þó eitt­hvað að sjást til sól­ar.

Kem­ur fram að hit­inn í dag og morg­un verður svipaður. Sval­ast um tvær gráður norðaust­an­lands en allt að 10 stig hiti yfir há­dag­inn sunn­an heiða.

Veður á mbl.is.

Lægðin er farin að grynnast og missa kraft sinn.
Lægðin er far­in að grynn­ast og missa kraft sinn. Kort/​mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert