Lögreglan tjái sig ekki utan upplýsingafunda

Upplýsingafundur lögreglu var síðasta fimmtudag á lögreglustöðinni á Hverfisgötu í …
Upplýsingafundur lögreglu var síðasta fimmtudag á lögreglustöðinni á Hverfisgötu í Reykjavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gunn­ar Hörður Garðars­son sam­skipta­stjóri rík­is­lög­reglu­stjóra seg­ir í sam­tali við mbl.is að ekki standi til að gefa upp­lýs­ing­ar um hryðju­verka­málið nema á upp­lýs­inga­fund­um lög­reglu.

„Við ætl­um að reyna að halda okk­ur við þessa upp­lýs­inga­fundi og þar gef­um við út nýj­ar upp­lýs­ing­ar um málið og við mun­um ekki gefa komm­ent utan þeirra að svo stöddu. Við ætl­um að reyna í þessu máli, þótt það sé gíf­ur­lega mikið af efni sem þarf að rann­saka, að upp­lýsa eins mikið og við get­um á þess­um fund­um,“ seg­ir Gunn­ar.

Hann gat ekki tjáð sig um það hvort fjöl­miðlar hefðu farið með rétt mál, en ýms­ar upp­lýs­ing­ar hafa komið fram frá ónafn­greind­um heim­ild­ar­mönn­um fjöl­miðla, sem ekki hafa verið staðfest­ar af lög­reglu.

Gunn­ar seg­ir að næsti fund­ur verði lík­lega á miðviku­dag­inn eða jafn­vel fyrr.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert