„Man ekki eftir svona víðtæku foktjóni“

An­gró, sögu­frægt bryggju­hús á svæði Tækni­m­inja­safns Aust­ur­lands, hrundi í óveðrinu …
An­gró, sögu­frægt bryggju­hús á svæði Tækni­m­inja­safns Aust­ur­lands, hrundi í óveðrinu í gær. Ljósmynd/ Helgi Haraldsson

Ofsa­veður á Aust­ur­landi er að ganga niður að sögn Sveins Hall­dórs Odds­son­ar Zoëga, for­manns svæðis­stjórn­ar björg­un­ar­sveita á Aust­ur­landi.

„Það hafa verið lít­ils hátt­ar út­köll, tvö í nótt og í morg­un. Það er ansi hvasst ennþá, en nokkuð gott þó miðað við gær­dag­inn.“

Sveinn seg­ir að lík­lega hafi flestallt fokið í gær. Björg­un­ar­sveit­ir eru því ekki í meiri viðbragðsstöðu en vant er.

„Þetta er ekk­ert í lík­ingu við gær­dag­inn þar sem röðuðust inn 50 verk­efni á skömm­um tíma, sér­stak­lega á Seyðis­firði og Reyðarf­irði. Ég hef ekki heyrt af því að nokk­ur hafi slasast en það hef­ur orðið mikið tjón á hús­næði.“

„Bind­ur þetta ekk­ert niður“

Sveinn hef­ur verið í björg­un­ar­sveit í 30 ár. Hann seg­ist hafa séð verra veður í Nes­kaupstað en man ekki eft­ir svona miklu tjóni vegna veðurs í sam­an­b­urði við það sem hef­ur verið á Reyðarf­irði.

„Ég man ekki eft­ir svona stóru og víðtæku foktjóni. Við ger­um ekk­ert í því þegar það fýk­ur hlið úr iðnaðar­hús­næði nema passa að eng­inn sé fyr­ir brak­inu.

Þú bind­ur þetta ekk­ert niður eða lok­ar hús­inu í þessu veðri. Þetta snýst bara um að tryggja ör­yggi fólks.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert