Manhattan er eins og Esjan

Ragna Fróðadóttir vinnur nú í tískugeiranum í New York en …
Ragna Fróðadóttir vinnur nú í tískugeiranum í New York en gefur sér tíma til að sinna eigin myndlist. mbl.is/Ásdís

Ragna Fróðadótt­ir starfar sem fram­kvæmda­stjóri hjá virtu tísku­fyr­ir­tæki í New York í „trend­for­ecasting“. Ragna vinn­ur nú jöfn­um hönd­um í tex­tíl og mynd­list og nýt­ur sín í botn í stór­borg­inni. 

Hér eru all­ir út­lend­ing­ar

„Ég er rosa­lega fókuseruð á að sinna minni mynd­list og sköp­un og nota hverja lausa stund til að stíga þar inn. Svo er ég alltaf að taka inn New York enda svo mikið að ger­ast hérna. Hér hef ég eign­ast heil­an hóp af vin­um í gegn­um árin. Ég er svo­lít­ill fólksvefari, ég er enda­laust að tengja sam­an fólk,“ seg­ir Ragna. 

„Mér finnst svo áhuga­verð þessi teng­ing á milli Íslands og New York af því mér finnst svipuð dýna­mík á báðum stöðum. Við Íslend­ing­ar erum ótrú­lega „spont­ant“ og alltaf til í að stökkva. Við erum svo mótuð af snögg­um veðrabreyt­ing­um og kunn­um að bregðast skjótt við aðstæðum, sem kem­ur sér vel í borg eins og New York. Svo þar sem ég horfi yfir á Man­hatt­an úr íbúðinni minni minn­ir borg­in mig á ís­lenska fjalla­sýn, Esj­una. Þetta er stór­kost­leg „fjalla­sýn“ gerð af mönn­um. Ég geri lít­inn grein­ar­mun á því að vera hér og í Mos­fells­dal þar sem ég ólst upp. Mér hef­ur aldrei liðið eins og ég væri út­lend­ing­ur. Hér eru all­ir út­lend­ing­ar og tala með hreim. Hér er fólk frá mörg hundruð þjóðlönd­um og ég fíla það. En ég er ekki sest hér að; ég held ég verði alltaf með ann­an fót­inn á Íslandi. Ég er flökkukind í mér og hef alltaf verið fljót að aðlaga mig í nýj­um aðstæðum.“

Hér má sjá ofið listaverk eftir Rögnu, en hún notar …
Hér má sjá ofið lista­verk eft­ir Rögnu, en hún not­ar gjarn­an fíg­úr­ur og tákn.

Ítar­legt viðtal er við Rögnu Fróðadótt­ur í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins um helg­ina. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert