„Meðvituð ákvörðun um að auka fíknivandann í landinu“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 2:12
Loaded: 7.45%
Stream Type LIVE
Remaining Time 2:12
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Hrann­ar Björn Arn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri ADHD-sam­tak­anna, seg­ir bið eft­ir ADHD-grein­ingu „dauðans al­vöru“, mik­il­vægt sé að grípa ein­stak­linga sem fyrst og veita viðeig­andi meðferð.

„Það þýðir ekki að segja við fram­hald­skóla­nema að bíða í tvö, þrjú ár eft­ir grein­ingu. Hann hrökklast bara úr skóla,“ seg­ir Hrann­ar og held­ur áfram:

„Það er al­veg vitað hvað þarf að gera. Það er al­veg vitað hvað það kost­ar. Það að gera það ekki er í raun bara meðvituð ákvörðun um að auka þung­lyndi hjá börn­um, fjölga glæp­um, ótíma­bær­um dauða og auka fíkni­vand­ann í land­inu.“

Ógreint ADHD leiði fólk á þess­ar braut­ir oft á tíðum.

Vilhjálmur Hjálmarsson og Hrannar Björn Arn­ars­son, formaður og framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna, …
Vil­hjálm­ur Hjálm­ars­son og Hrann­ar Björn Arn­ars­son, formaður og fram­kvæmda­stjóri ADHD-sam­tak­anna, eru nýj­ustu gest­ir Dag­mála. mbl.is/Á​gúst Óli­ver

Í byrj­un sum­ars voru um 1.200 full­orðnir á biðlista hjá nýju ADHD-teymi heilsu­gæsl­unn­ar, og tæp­lega þriggja ára bið eft­ir grein­ingu.

Hrann­ar og Vil­hjálm­ur Hjálm­ars­son, formaður sam­tak­anna, eru nýj­ustu gest­ir Dag­mála, frétta- og menn­ing­ar­lífsþátt­ar Morg­un­blaðsins.

Eru þeir sam­mála um að það að fá grein­ingu komi fólki á betri stað; séu ein­stak­ling­ar, og þá sér í lagi börn, látn­ir bíða ýt­ist þeir lengra út á jaðar­inn. 

Lyfja- og sam­talsmeðferð lausn­in

Vil­hjálm­ur tek­ur und­ir með Hrann­ari. „Við erum fyr­ir­taks­efni í fíkla, nema við fáum að vita rétta stöðu, fáum aðstoð,“ seg­ir hann og bæt­ir við að lyfjameðferð sé sú meðferð sem hafi sýnt mest­an ár­ang­ur.

Lyfjameðferð ein og sér geri þó lítið. „Það verður fleira að vera með.“ Sé ein­stak­ling­ur með ADHD í bæði lyfja- og sam­talsmeðferð rjúki ár­ang­ur­inn upp. Þá skipti rútína einnig höfuðmáli.

„Svo er það nátt­úr­lega maður sjálf­ur – halda rútínu: Svefn, borða al­menni­lega. Ekk­ert rugl,“ seg­ir Vil­hjálm­ur og bæt­ir við að ADHD-ein­kenn­in verði til trafala þegar rútín­an sé slæm en að nokk­urs kon­ar of­urkrafti þegar rútín­an er góð.

„Sömu eig­in­leik­arn­ir og þegar ég er í góðu formi láta mig gera hluti sem aðrir geta ekki og skilja ekki hvernig ég get.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert