Mesta tjónið á Reyðarfirði

Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings.
Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings. Ljósmynd/Aðsend

„Eins og hef­ur komið fram á fund­um með Al­manna­vörn­um í gær og í morg­un þá er mesta tjónið á Reyðarf­irði. Það er býsna um­fangs­mikið, bæði í íbúðar- og at­vinnu­hús­næði.“

Þetta seg­ir Björn Ingimars­son sveit­ar­stjóri Múlaþings, um tjónið sem hef­ur orðið á Aust­ur­landi vegna ofsa­veðurs í gær. Hann seg­ir enn mjög hvasst í fjörðunum, sér­stak­lega á Seyðis­firði og í Djúpa­vogi.

„Það er enn þá það mik­il veðurhæð að það er ekk­ert hægt að ráðast í hreins­an­ir. Vænt­an­lega verður það ekki gert fyrr en í fyrra­málið.“

Ekki stór­kost­legt tjón

Björn er stadd­ur fyr­ir sunn­an eins og er en hef­ur verið á fund­um meira og minna all­an gær­dag­inn vegna ástands­ins.

An­gró­húsið á Seyðis­firði hrundi meðal ann­ars í rok­inu en Björn seg­ir að til hafi staðið að flytja húsið og end­ur­byggja það. Þar fyr­ir utan seg­ir hann að hann hafi ekki orðið var við mikið tjón.

„Það hafa farið rúður í bíl­um og þess hátt­ar og ein­hverj­ar þak­plöt­ur en ekki stór­kost­legt tjón annað, en auðvitað kem­ur þetta bet­ur í ljós eft­ir dag­inn í dag.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert